Körfubolti

Vestri í úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr úrslitaeinvíginu.
Úr úrslitaeinvíginu. mynd/facebookar-síða Vestra/anna ingimars

Vestri mun leika í deild þeirra bestu í íslenskum körfubolta karla á næstu leiktíð.

Þetta varð ljóst eftir 100-82 sigur Vestra á Hamri í kvöld en Vestri vann þar af leiðandi úrslitaeinvígið 3-1.

Heimamenn settu tóninn í fyrri hálfleik en þeir voru 59-28 yfir í hálfleiknum.

Ken-Jah Bosley gerði 27 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar hjá Vestra og Gabriel Adersteg bætti við tuttugu stigum og tók átta fráköst.

Pálmi Geir Jónsson stóð vaktina vel fyrir Hamar. Hann gerði sautján stig og tók sjö fráköst og Ruud Lutterman bætti við fjórtán stigum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.