NBA dagsins: Sagður hafna 5,3 milljörðum til að losna en fer á kostum með liðinu Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 15:00 Chris Paul í leiknum við Denver Nuggets í nótt. AP/Matt York Lið Phoenix Suns virðist bara ætla að verða betra með hverjum leik í sinni fyrstu úrslitakeppni síðan árið 2010. Liðið gjörsigraði Denver Nuggets í nótt, 123-98. Nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, Nikola Jokic, og félagar hans féllu í skuggann af hinum 36 ára gamla Chris Paul og félögum í Phoenix sem fóru hreinlega á kostum. Phoenix var með forystuna frá fyrstu mínútu og komst í 2-0 í einvígi sem útlit er fyrir að verði mjög stutt. Svipmyndir úr leiknum og viðtal við Paul má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 10. júní Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því í Bleacher Report að Paul ætli að hafna boði um að framlengja samning sinn við Phoenix, sem myndi færa honum 44,4 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 5,3 milljarða króna. Samkvæmt fréttinni vill Paul frekar vera laus og liðugur og geta þá fengið samning til nokkurra ára annars staðar, og sá möguleiki nefndur að hann semji til þriggja ára og fái 100 milljónir dala fyrir. Paul skoraði 17 stig í nótt en gaf líka 15 stoðsendingar og það án þess að tapa boltanum einu sinni í leiknum. Devin Booker var einnig með tvöfalda tvennu, eða 18 stig og 10 fráköst. Paul, eða CP3 eins og hann er kallaður, var einnig með tvöfalda tvennu í fyrsta leik einvígisins þar sem hann skoraði 21 stig og átti 11 stoðsendingar. Paul er þó samkvæmt ESPN síður en svo að missa sig í gleðinni enda það verk að slá út Denver aðeins hálfnað. Hann mun strax í búningsklefanum eftir leikinn í nótt hafa reynt að fá liðsfélaga sína til að einbeita sér strax að leiknum í Denver, sem fram fer annað kvöld, og rifjað upp þegar hann var 2-0 yfir í einvígi með New Orleans gegn San Antonio Spurs árið 2008, sem endaði með sigri Spurs. NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, Nikola Jokic, og félagar hans féllu í skuggann af hinum 36 ára gamla Chris Paul og félögum í Phoenix sem fóru hreinlega á kostum. Phoenix var með forystuna frá fyrstu mínútu og komst í 2-0 í einvígi sem útlit er fyrir að verði mjög stutt. Svipmyndir úr leiknum og viðtal við Paul má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 10. júní Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því í Bleacher Report að Paul ætli að hafna boði um að framlengja samning sinn við Phoenix, sem myndi færa honum 44,4 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 5,3 milljarða króna. Samkvæmt fréttinni vill Paul frekar vera laus og liðugur og geta þá fengið samning til nokkurra ára annars staðar, og sá möguleiki nefndur að hann semji til þriggja ára og fái 100 milljónir dala fyrir. Paul skoraði 17 stig í nótt en gaf líka 15 stoðsendingar og það án þess að tapa boltanum einu sinni í leiknum. Devin Booker var einnig með tvöfalda tvennu, eða 18 stig og 10 fráköst. Paul, eða CP3 eins og hann er kallaður, var einnig með tvöfalda tvennu í fyrsta leik einvígisins þar sem hann skoraði 21 stig og átti 11 stoðsendingar. Paul er þó samkvæmt ESPN síður en svo að missa sig í gleðinni enda það verk að slá út Denver aðeins hálfnað. Hann mun strax í búningsklefanum eftir leikinn í nótt hafa reynt að fá liðsfélaga sína til að einbeita sér strax að leiknum í Denver, sem fram fer annað kvöld, og rifjað upp þegar hann var 2-0 yfir í einvígi með New Orleans gegn San Antonio Spurs árið 2008, sem endaði með sigri Spurs.
NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira