Skömmuðust sín eftir stærsta tap tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 07:31 Chris Paul kominn í skotfæri en Facundo Campazzo reynir að verjast. AP/Matt York Hinn 36 ára gamli Chris Paul átti annan stórleik þegar Phoenix Suns komst í 2-0 í einvígi sínu við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira