Skert fullveldi – lakari lífskjör Sigurður Þórðarson skrifar 9. júní 2021 10:31 Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun