Skert fullveldi – lakari lífskjör Sigurður Þórðarson skrifar 9. júní 2021 10:31 Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun