Skert fullveldi – lakari lífskjör Sigurður Þórðarson skrifar 9. júní 2021 10:31 Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun