Milljóna tjón vegna myglu Una María Óskarsdóttir skrifar 9. júní 2021 09:31 Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar