Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre skrifa 7. júní 2021 08:00 Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun