Skoðun

Sósíal­istar vilja nýju stjórnar­skrána

Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki.

Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við.

Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér.

Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.