Körfubolti

Hamar tók forystuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mate Dalmay og lærisveinar eru komnir í 1-0 gegn Vestra.
Mate Dalmay og lærisveinar eru komnir í 1-0 gegn Vestra. heimasíða hamars

Hamar er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Vestra um laust sæti í Domino's deild karla á næstu leiktíð en fyrsti leikurinn fór fram í Hveragerði í kvöld.

Hamar var 26-22 yfir eftir fyrsta leikhlutann en leiddi svo með einu stigi í hálfleik 45-44.

Leikurinn var ansi spennandi allan leikinn en Hamarsmenn unnu að lokum níu stiga sigur, 88-78.

Liðin mætast öðru sinni á laugardag, þá á Ísafirði en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Jose Medina Aldana skoraði nítján stig fyrir heimamenn. Auk þess tók hann átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Pálmi Geir Jónsson bætti við þrettán stigum, sjö fráköstum og fjórum stoðsendingum.

Nemanja Knezevic var í sérflokki hjá gestunum. Hann skoraði 23 stig og tók heil 27 fráköst. Gabriel Adersteg bætti við tuttugu stigum, sex stoðsendingum og sjö fráköstum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.