Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 07:50 Hér má sjá stöðuna á Gróðurhúsinu eins og hún var í gær, þriðjudag. Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira