Kosningaórói Njáls Trausta Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 27. maí 2021 20:18 Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar