Samherji og Kjálkanes áfram með meirihluta í Síldarvinnslunni eftir útboðið Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 10:57 Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Vísir/Einar Samherji hf. og Kjálkanes ehf. eru áfram stærstu hluthafar Síldarvinnslunnar hf. að loknu hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 12. maí. Samanlagt fara félögin með 51,8% hlut í Síldarvinnslunni en hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækisins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01
Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31