Boða rúmlega hundrað manns á námskeið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 12:13 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna. Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu. Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu.
Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28
Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07
Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27