Handbolti

Stórleikur hjá Ómari er Mag­deburg sótti gull

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar Ingi brýst í gegnum vörn Berlínarliðsins í dag.
Ómar Ingi brýst í gegnum vörn Berlínarliðsins í dag. Uwe Anspach/Getty

Magdeburg hafði betur gegn Füchse Berlin í úrslitaleik EHF-bikarsins en lokatölur urðu 28-25, Magdeburg í vil.

Magdeburg gaf tóninn með að skora þrjú fyrstu mörkin og eftir það litu þeir aldrei til baka.

Þeir voru 15-8 yfir í hálfleik en eftir áhlaup Berlínarliðsins varð munurinn að endingu þrjú mörk, 28-25.

Ómar Ingi Magnússon átti enn einn frábæra leikinn fyrir Magdeburg. Hann skoraði sjö mörk og var markahæstur ásamt Tim Hornke hjá Magdeburg.

Gísli Þorgeir Kristjánsson er á meiðslalistanum hjá Magdeburg en frábær árangur hjá íslensku landsliðsmönnunum í Evrópukeppninni.

Rhein-Neckar Löwen hirti þriðja sætið í úrslitakeppninni í Mannheim eftir 32-27 sigur á Wisla Plock. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×