Drífa stendur við yfirlýsingar sínar um kjör hjá Play Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 20:14 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir það rangt sem fram kemur í nýlegri yfirlýsingu Íslenska flugstéttarfélagsins, að samkvæmt kjarasamningi félagsins við flugfélagið Play séu grunnlaun flugliða um 350 þúsund krónur. Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira