Memphis henti Golden State úr keppni eftir framlengdan leik | Úrslitakeppnin klár Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 09:30 Ja Morant hafði betur gegn Stephen Curry í nótt. Getty Images/Lachlan Cunningham Memphis Grizzlies varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta vestanhafs. Liðið vann 117-112 sigur á Golden State Warriors eftir framlengdan leik. Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Sjá meira
Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Sjá meira