Fólk, fyrirtæki og húsnæðiskostnaður Guðný Hjaltadóttir skrifar 19. maí 2021 15:01 Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun