Körfubolti

Svona varð Stjarnan fyrir áfalli þegar Mirza og Gunnar meiddust

Sindri Sverrisson skrifar
Mirza Sarajlija lá óvígur eftir á vellinum.
Mirza Sarajlija lá óvígur eftir á vellinum. Stöð 2 Sport

Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson meiddust í leik með Stjörnunni gegn Grindavík í gærkvöld, í öðrum leik einvígis liðanna í Dominos-deild karla í körfubolta.

Óttast er að meiðsli Mirza gætu verið alvarleg en hann meiddist í hné og var borinn af velli, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, kvaðst „smeykur“ þegar hann var spurður um meiðslin í gærkvöld en Mirza fer í skoðun síðar í dag.

Klippa: Mirza og Gunnar meiddust í Grindavík

Gunnar varð að fara af velli í fjórða leikhluta eftir þungt högg á síðuna frá Kazembe Abif. Höggið má sjá hér að ofan en Abif fékk óíþróttamannslega villu.

Grindavík vann leikinn 101-89 og er staðan jöfn í einvíginu, 1-1. Vinna þarf þrjá leiki og liðin mætast næst í Garðabæ á laugardaginn.

Stjarnan endurheimtir þá Hlyn Bæringsson úr banni en gæti þurft að spjara sig án Gunnars og Mirza.

Gunnar skoraði 14 stig í gær og átti fjórar stoðsendingar. Mirza skoraði 8 stig á 15 mínútum. Hann skoraði 14 stig í sigri Stjörnunnar í fyrsta leik einvígsins og Gunnar skoraði þá 11.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×