Hvaða forsendurnar þarf til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni? Sigríður Björnsdóttir skrifar 18. maí 2021 15:01 Frétta - og vefmiðlar loga enn og aftur af mikilvægri og þarfri umræðu um kynferðisofbeldi og trúverðugleika þolenda við tilkynningar eða kærur sem lagðar eru fram í kjölfar ofbeldis. Sumir af þeim voru börn þegar þau urðu fyrir slíku ofbeldi. Það er ekki sársaukalaust að lesa þessar sögur en þær gefa von um að fólk sjái réttari mynd af þessari “ósamþykktu” umræðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum. Í ljósi aukinnar umræðu í samfélaginu um kynferðisofbeldi er ágætt að minna sig á staðreyndir málsins. Á Íslandi verða 17-36 % barna undir 18 ára aldri fyrir kynferðisáreitni eða ofbeldi. Þessir einstaklingar eru í meiri hættu á að verða fyrir því endurtekið seinna á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að trúa þeim sem stíga fram og segja frá reynslu af slíku ofbeldi. Til þess að gera íslensku samfélagi kleift að sættast á og trúa að fólk sem við þekkjum, jafnvel mjög vel, er fært um að beita ofbeldi, brjóta gegn börnum eða nauðga, þá er nauðsynlegt að byrja á því að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja frá ofbeldinu sem þau verða fyrir. Eins og dæmin sanna segir stétt og staða fólks ekki til um það hvort aðili geti beitt ofbeldi eða ekki. Barnaheill, Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínu starfi og vinna meðal annars að því að fyrirbyggja allt ofbeldi á börnum. Eitt af verkefnum Barnaheilla, Verndarar barna, snýr að því mikilvæga hlutverki að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Fagfólk og sérfræðingar með áratuga reynslu af forvörnum gegn kynferðisofbeldi vinna að því að fræða starfsfólk sem starfar með og fyrir börn. Hluti af þeirri fræðslu er að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er gert til að styrkja grunnþekkingu á hegðun og vanlíðan sem oft fylgir í kjölfar ofbeldisins og eykur líkur á tilkynningum til Barnarverndarnefnda. Starfsfólk Barnaheilla svara einnig kalli frá skólum landsins sem hafa í gegnum árin óskað eftir fræðslu til unglinga um kynferðisofbeldi. Rætt er við ungmennin um samskipti og að setja mörk, skilgreiningar á kynferðisofbeldi og að segja frá ef þörf er á því. Stuðst er við spjall, myndefni og valdeflandi leiki sem er mikið notað í félagsmiðstöðvum landsins. Mikilvægasti þátturinn er að fyrirbyggja ofbeldið. Við vitum að það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi á börnum og ekki eru til neinar töfralausnir við því. Með forvörnum höfum við hins vegar áhrif á hugarfar fólks og viðmið og gerum það sem við getum til að fræða um og draga úr kynferðisofbeldi og auka tilkynningar. Staðreyndir málsins eru skýrar og við þurfum að átta okkur á að börn á Íslandi verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Meðvitað og áfallamiðað samfélag fækkar áhættuþáttum og byggir upp fleiri verndandi þætti bæði hjá þeim sem mögulega brjóta gegn börnum (börnum, unglingum sem sýna óæskilega kynferðislega hegðun og fullorðnum) og hjá þeim sem mögulega er brotið gegn (börnum, unglingum og fullorðnum) og fjölskyldum þeirra. Þegar við horfum á forvarnir gegn kynferðisofbeldi þarf að skoða rót vandans áður en ofbeldið á sér stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er yfirleitt langur vegur frá því að ofbeldi hefst þar til barn segir frá. Á sama hátt er yfirleitt langur vegur frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og er stoppaður af. Það er hægt að minnka skaðann og um það snúast forvarnir, fækka þeim sem lenda í slíku. Við fáum ekki sjálfkrafa þekkingu á því að verða gott foreldri við það að verða foreldri, nema að við sækjum okkur viðeigandi foreldrafræðslu. Við höfum ekki forsendurnar til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni nema að fá viðeigandi þjálfun. Forvarnaþjálfun gegn kynferðisofbeldi býður upp á ákveðnar leiðir sem eru framkvæmanlegar og við förum að sjá umhverfi barna í öðru ljósi. Við stígum fyrr inn í atburðarrás og setjum fólki mörk í kringum börnin okkar þangað til þau geta það sjálf og læra að þau hafa eitthvað um það að segja og vita að það er hægt að fá hjálp fyrr. Við hvetjum foreldra að setjast niður með börnum sínum og fræða þau um það sem þau eru nú að lesa í fjölmiðlum og sjá í sjónvarpinu. Þarna eru líka börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og líður illa að lesa um sögur annarra. Hvetjum til málefnalegrar umræðu og ræðum við börnin okkar svo þau óttist ekki umhverfi sitt sem á að vera nærandi og styðjandi á sem mestan hátt. Nánari upplýsingar og fræðsluefni má vinna á vef samtakanna á www.barnaheill.is Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Frétta - og vefmiðlar loga enn og aftur af mikilvægri og þarfri umræðu um kynferðisofbeldi og trúverðugleika þolenda við tilkynningar eða kærur sem lagðar eru fram í kjölfar ofbeldis. Sumir af þeim voru börn þegar þau urðu fyrir slíku ofbeldi. Það er ekki sársaukalaust að lesa þessar sögur en þær gefa von um að fólk sjái réttari mynd af þessari “ósamþykktu” umræðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum. Í ljósi aukinnar umræðu í samfélaginu um kynferðisofbeldi er ágætt að minna sig á staðreyndir málsins. Á Íslandi verða 17-36 % barna undir 18 ára aldri fyrir kynferðisáreitni eða ofbeldi. Þessir einstaklingar eru í meiri hættu á að verða fyrir því endurtekið seinna á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að trúa þeim sem stíga fram og segja frá reynslu af slíku ofbeldi. Til þess að gera íslensku samfélagi kleift að sættast á og trúa að fólk sem við þekkjum, jafnvel mjög vel, er fært um að beita ofbeldi, brjóta gegn börnum eða nauðga, þá er nauðsynlegt að byrja á því að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja frá ofbeldinu sem þau verða fyrir. Eins og dæmin sanna segir stétt og staða fólks ekki til um það hvort aðili geti beitt ofbeldi eða ekki. Barnaheill, Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínu starfi og vinna meðal annars að því að fyrirbyggja allt ofbeldi á börnum. Eitt af verkefnum Barnaheilla, Verndarar barna, snýr að því mikilvæga hlutverki að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Fagfólk og sérfræðingar með áratuga reynslu af forvörnum gegn kynferðisofbeldi vinna að því að fræða starfsfólk sem starfar með og fyrir börn. Hluti af þeirri fræðslu er að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er gert til að styrkja grunnþekkingu á hegðun og vanlíðan sem oft fylgir í kjölfar ofbeldisins og eykur líkur á tilkynningum til Barnarverndarnefnda. Starfsfólk Barnaheilla svara einnig kalli frá skólum landsins sem hafa í gegnum árin óskað eftir fræðslu til unglinga um kynferðisofbeldi. Rætt er við ungmennin um samskipti og að setja mörk, skilgreiningar á kynferðisofbeldi og að segja frá ef þörf er á því. Stuðst er við spjall, myndefni og valdeflandi leiki sem er mikið notað í félagsmiðstöðvum landsins. Mikilvægasti þátturinn er að fyrirbyggja ofbeldið. Við vitum að það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi á börnum og ekki eru til neinar töfralausnir við því. Með forvörnum höfum við hins vegar áhrif á hugarfar fólks og viðmið og gerum það sem við getum til að fræða um og draga úr kynferðisofbeldi og auka tilkynningar. Staðreyndir málsins eru skýrar og við þurfum að átta okkur á að börn á Íslandi verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Meðvitað og áfallamiðað samfélag fækkar áhættuþáttum og byggir upp fleiri verndandi þætti bæði hjá þeim sem mögulega brjóta gegn börnum (börnum, unglingum sem sýna óæskilega kynferðislega hegðun og fullorðnum) og hjá þeim sem mögulega er brotið gegn (börnum, unglingum og fullorðnum) og fjölskyldum þeirra. Þegar við horfum á forvarnir gegn kynferðisofbeldi þarf að skoða rót vandans áður en ofbeldið á sér stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er yfirleitt langur vegur frá því að ofbeldi hefst þar til barn segir frá. Á sama hátt er yfirleitt langur vegur frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og er stoppaður af. Það er hægt að minnka skaðann og um það snúast forvarnir, fækka þeim sem lenda í slíku. Við fáum ekki sjálfkrafa þekkingu á því að verða gott foreldri við það að verða foreldri, nema að við sækjum okkur viðeigandi foreldrafræðslu. Við höfum ekki forsendurnar til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni nema að fá viðeigandi þjálfun. Forvarnaþjálfun gegn kynferðisofbeldi býður upp á ákveðnar leiðir sem eru framkvæmanlegar og við förum að sjá umhverfi barna í öðru ljósi. Við stígum fyrr inn í atburðarrás og setjum fólki mörk í kringum börnin okkar þangað til þau geta það sjálf og læra að þau hafa eitthvað um það að segja og vita að það er hægt að fá hjálp fyrr. Við hvetjum foreldra að setjast niður með börnum sínum og fræða þau um það sem þau eru nú að lesa í fjölmiðlum og sjá í sjónvarpinu. Þarna eru líka börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og líður illa að lesa um sögur annarra. Hvetjum til málefnalegrar umræðu og ræðum við börnin okkar svo þau óttist ekki umhverfi sitt sem á að vera nærandi og styðjandi á sem mestan hátt. Nánari upplýsingar og fræðsluefni má vinna á vef samtakanna á www.barnaheill.is Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheill.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar