Körfubolti

Hlynur í banni gegn Grindavík í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Hlynur Bæringsson í fyrsta leik einvígisins gegn Grindavík. Hann verður ekki með í kvöld.
Hlynur Bæringsson í fyrsta leik einvígisins gegn Grindavík. Hann verður ekki með í kvöld. vísir/bára

Hlynur Bæringsson verður ekki með Stjörnunni gegn Grindavík í kvöld í öðrum leik einvígis liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta.

Hlynur var í dag úrskurðaður í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í fyrsta leik einvígisins. Bannið tekur strax gildi og því missir Hlynur af leik kvöldsins.

Hlynur sást slá hönd í höfuð Dags Kár Jónssonar. Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar segir meðal annars:

„Það er mat nefndarinnar að myndbandsupptaka sem fylgdi kæru dómaranefndar sýni með óyggjandi hætti að kærði hafi framið brot sem hefði átt að leiða til brottvísunar.“ Einnig að „gera verði lágmarkskröfu til leikmanna að gæta sín og andstæðinga sinna, sér í lagi þegar um höfuðhögg eru að ræða. Það hafi kærði ekki gert í umræddu atvik.“

Atvikið sem leiddi til banns Hlyns má sjá í myndskeiðinu hér að neðan:

Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar hefst kl. 20.15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.