Fjarlægjum flísina Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. maí 2021 08:01 Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar