Handbolti

Þetta var algjörlega til fyrirmyndar

Einar Kárason skrifar
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Vilhelm

„Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum,“sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í dag. Lokatölur 21-17 Eyjastúlkum í vil. 

„Það hefur mikið gengið á síðustu tvo mánuði og trúin fór niður. Sunna [Jónsdóttir] fótbrotnar og Birna [Berg Haraldsdóttir] meiddist mjög illa. Það gerist á mjög vondum tíma, en þetta var algjörlega til fyrirmyndar.“

Spáin fyrir leik rættist

Sigurður sagði í samtali við blaðamann fyrir leik að hann væri að búast við háu spennustigi og mistökum sem og varð.

„Það er ekkert óeðlilegt. Þetta eru ungar stelpur sem hafa jafnvel ekki spilað í úrslitakeppni áður. Það er sama hvaða lið það er, í úrslitakeppni er hátt spennustig. Kvíðaköst, sem er bara fallegt. Það á að vera þannig. Þetta leystist svo og í seinni hálfleik var spilaður betri sóknarleikur.“

Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup

„Við fengum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og hefðum átt að skora fleiri. Út á þetta gengur handbolti. Það segja það allir þjálfarar. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup. Það gekk upp og þar lögðum við línurnar og við náum að slíta þær frá okkur, en ég var aldrei rólegur.“

Munum gefa þeim leik

„Nú er það snúið fyrir mig, sálfræðilega, að við ofmetum okkur ekki. Það eru alvöru leikmenn í Stjörnunni og við mætum þeim á þeirra heimavelli, en við munum gefa þeim leik. Ég lofa þér því,“ sagði Sigurður að endingu.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×