Handbolti

HK og Grótta með yfirhöndina

Anton Ingi Leifsson skrifar
HK er í ansi góðri stöðu og er að öllum líkindum á leið í úrslitaeinvígið.
HK er í ansi góðri stöðu og er að öllum líkindum á leið í úrslitaeinvígið.

HK og Grótta eru með yfirhöndina eftir fyrri leikina í umspilsleikjum um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð.

HK, sem lék í Olís deildinni á þessari leiktíð, rúllaði yfir sameiginlegt Fjölnis/Fylkis 27-15, eftir að hafa verið 10-15 yfir í hálfleik.

Tinna Sól Björgvinsdóttir gerði sex mörk fyrir HK en Kolbrún Anna Garðarsdóttir gerði níu fyrir gestina.

Á Seltjarnarnesi vann Grótta eins marks sigur, 16-15. Tinna Valgerður Gísladóttir gerði sex mörk fyrir Gróttu en Hildur María Leifsdóttir fimm mörk fyrir ÍR.

Liðin mætast öðru sinni á laugardag.

Sigurvegararnir úr þessum rimmum mætast svo í úrslitaeinvígi um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.