Stjórnmál almennrar skynsemi Friðjón Friðjónsson skrifar 12. maí 2021 07:31 Það hefur margt breyst á þeim 90 til 100 árum síðan landslag stjórnmálanna mótaðist á Íslandi og fjórflokkurinn svokallaði varð til. Við vorum þá landbúnaðarsamfélag þar sem helmingur þjóðarinnar bjó í sveit og aðeins þriðjungur á suðvesturhorni landsins. Nú býr 80% þjóðarinnar í klukkustundar akstursfjarlægð frá Kringlunni. Um 95% þjóðarinnar býr í þéttbýli, hátt í 14 þúsund manns hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt á síðustu 30 árum og hópur annarrar kynslóðar nýrra Íslendinga er ábyggilega nærri þrefalt stærri. Við erum orðin fjölbreyttari, allskyns og allra kynja. Ríflega helmingur kjósenda hefur fengið kosningarétt eftir að kalda stríðinu lauk og sjá ekki heiminn með þeim svart-hvíta hætti sem þá viðgekkst. Til að lifa þurfa stjórnmálaflokkar að bregðast við tíðarandanum. Til að Sjálfstæðisflokkurinn sé leiðandi þarf hann að miða orðræðu við þjóðfélag okkar tíma, ekki gullöld þeirra sem stignir eru af sviðinu. Í Ármúla eða útlöndum Þegar við horfum til baka sjáum við að mesti styrkur Sjálfstæðisflokksins - til viðbótar við grunnhugmyndafræðina um virði eignarréttarins, einstaklingsfrelsið og sjálfstæði landsins í alþjóðlegu umhverfi - fólst í því að stunda stjórnmál almennrar skynsemi. Hann var aldrei kreddufullur og alltaf tilbúinn til að horfa til framtíðar. Alþjóðlega sinnaður eins og útflutningsþjóð er nauðsyn. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf borið gæfu til að vera hófsamur og skynsamur. Sjálfstæðisfólk veit að hið opinbera ber að sinna ákveðnum þáttum, annað þarf að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og hið þriðja best leyst af einkaaðilum að fullu. Þar fer engin einstrengingsleg kenning um að allt skuli vera með einhverjum hætti eða einhver dogmatísk afstaða segir til. Íslendingar eru þannig, þeir skilja að það er ódýrara og betra að senda fólk í aðgerð í Ármúla frekar en til útlanda. Okkur er slétt sama um kreddurnar, við viljum gera það sem er best fyrir fólk og sameiginlega sjóði okkar. Túkallar Síðustu tvö hundruð ár hefur sköpunarkraftur samkeppninnar fært heiminum aukna hagsæld, unnið gegn barnadauða, hækkað meðalaldur, aukið menntun, frelsað fólk úr ánauð og gert okkar daga þá bestu í sögu mannkyns. Þótt við höfum það gott hér á landi nú þá megum við ekki halda að allt verði eins um alla framtíð. Þeir sem elstir eru, sáu lífskjör á Íslandi umbreytast til hins betra af því að við horfðum yfir hafið og leituðum alþjóðlegra tækifæra. Ef við horfum bara til fjalla og fylgjum þeim sem halda kreddum á lofti er hætta á að hagsæld minnki og lífskjör versni. Heimurinn er flókinn og lausnirnar oftast ekki einfaldar. Þeir sem eiga bara aðild að ESB sem eina lausn og þeir sem vilja algerlega snúa baki við Evrópu eru tvær hliðar á sama kreddutúkallinum sem kaupir ekkert frekar en aðrir túkallar. Þeir sem boða eina lausn við öllum vanda eru oftast bara að selja skítugan sekk með ræfilslegum ketti. Byltingarsinnar og liðsmenn þeirra Við þurfum líka að vara okkur á þeim sem halda því fram að við getum bætt velferðarþjóðfélagið sem við búum við með því að umbylta því og gerbreyta. Hópefli um nýja stjórnarskrá skilaði til dæmis plaggi sem er hættulegt og úrelt í senn. Við þurfum þó að laga ýmislegt í stjórnarskránni, til dæmis forsetakaflann, jafna atkvæðisrétt og laga úrelt kjördæmakerfi. En þeir alheimssannleiksboðarar sem hæst hrópa í því máli eru jafn mikið á villigötum og þeir sem hafna alfarið að nokkru megi breyta. Enda mega þeir sem öllu vilja bylta í stjórnarskránni ekki heyra minnst á hófsamar breytingar og verða því talsmenn algerrar stöðnunar. Þeir sem hafna öllum breytingum verða því bestu liðsmenn þeirra sem öllu vilja bylta. Rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra Framtíðin er óráðin og full af tækifærum. Til að tryggja hagsæld allra þurfum við að vera vakandi fyrir því sem er að gerast allt í kringum okkur og tilbúin að stökkva á tækifæri sem gefast. Ef við gerum það ekki, ef við festumst í viðjum vanans, ef við leyfum þeim að ráða sem engar ákvarðanir vilja taka því þá verður þeim ekki kennt um, þá munum við glata velmegun, glata kaupmætti og glata hagsæld. Síðastliðin áratug höfum við leyft okkur að njóta uppgangs efnahagslífsins en ekki fjölgað eggjunum í körfunni. Við vitum ekkert hve mörg tækifæri hafa glatast vegna seinagangs og ákvörðunarfælni kontórista og því miður verður rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra varla skrifuð. Eftir kosningar megum við sjálfstæðisfólk ekki hverfa inn í þægindi vanans. Við þurfum að sækja fram, auka velmegun og skapa skilyrði fyrir tækifæri. Við eigum að gera kröfu á samstarfsflokka um að vera opin fyrir breytingum. Samstarf við stjórnlynda flokka er erfitt og getur gert okkur værukær. Þótt forsætisráðherra sé mæt og vel gerð manneskja þá er grunnforsenda flokks hennar algerlega andstæð öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Samstarf á því ekki að vera sjálfgefið. Til lengri tíma er feigð í faðmlagi við flokka sem deila ekki virðingu fyrir eignarrétti og atvinnufrelsi. Ísland okkar tíma er fjölbreyttara en nokkru sinni, með meiri velmegun en nokkru sinni og frjálsara en nokkru sinni. Þótt það sé oft erfitt að tileinka sér nýja hætti þá er það lífsnauðsynlegt fyrir litla þjóð. Þegar við stígum út úr tímabundnu oki faraldursins þá þarf sjálfstæðisfólk að sýna að farsæld framtíðar felist í fjölbreytni, frelsi og framsýni. Höfundur er framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það hefur margt breyst á þeim 90 til 100 árum síðan landslag stjórnmálanna mótaðist á Íslandi og fjórflokkurinn svokallaði varð til. Við vorum þá landbúnaðarsamfélag þar sem helmingur þjóðarinnar bjó í sveit og aðeins þriðjungur á suðvesturhorni landsins. Nú býr 80% þjóðarinnar í klukkustundar akstursfjarlægð frá Kringlunni. Um 95% þjóðarinnar býr í þéttbýli, hátt í 14 þúsund manns hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt á síðustu 30 árum og hópur annarrar kynslóðar nýrra Íslendinga er ábyggilega nærri þrefalt stærri. Við erum orðin fjölbreyttari, allskyns og allra kynja. Ríflega helmingur kjósenda hefur fengið kosningarétt eftir að kalda stríðinu lauk og sjá ekki heiminn með þeim svart-hvíta hætti sem þá viðgekkst. Til að lifa þurfa stjórnmálaflokkar að bregðast við tíðarandanum. Til að Sjálfstæðisflokkurinn sé leiðandi þarf hann að miða orðræðu við þjóðfélag okkar tíma, ekki gullöld þeirra sem stignir eru af sviðinu. Í Ármúla eða útlöndum Þegar við horfum til baka sjáum við að mesti styrkur Sjálfstæðisflokksins - til viðbótar við grunnhugmyndafræðina um virði eignarréttarins, einstaklingsfrelsið og sjálfstæði landsins í alþjóðlegu umhverfi - fólst í því að stunda stjórnmál almennrar skynsemi. Hann var aldrei kreddufullur og alltaf tilbúinn til að horfa til framtíðar. Alþjóðlega sinnaður eins og útflutningsþjóð er nauðsyn. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf borið gæfu til að vera hófsamur og skynsamur. Sjálfstæðisfólk veit að hið opinbera ber að sinna ákveðnum þáttum, annað þarf að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og hið þriðja best leyst af einkaaðilum að fullu. Þar fer engin einstrengingsleg kenning um að allt skuli vera með einhverjum hætti eða einhver dogmatísk afstaða segir til. Íslendingar eru þannig, þeir skilja að það er ódýrara og betra að senda fólk í aðgerð í Ármúla frekar en til útlanda. Okkur er slétt sama um kreddurnar, við viljum gera það sem er best fyrir fólk og sameiginlega sjóði okkar. Túkallar Síðustu tvö hundruð ár hefur sköpunarkraftur samkeppninnar fært heiminum aukna hagsæld, unnið gegn barnadauða, hækkað meðalaldur, aukið menntun, frelsað fólk úr ánauð og gert okkar daga þá bestu í sögu mannkyns. Þótt við höfum það gott hér á landi nú þá megum við ekki halda að allt verði eins um alla framtíð. Þeir sem elstir eru, sáu lífskjör á Íslandi umbreytast til hins betra af því að við horfðum yfir hafið og leituðum alþjóðlegra tækifæra. Ef við horfum bara til fjalla og fylgjum þeim sem halda kreddum á lofti er hætta á að hagsæld minnki og lífskjör versni. Heimurinn er flókinn og lausnirnar oftast ekki einfaldar. Þeir sem eiga bara aðild að ESB sem eina lausn og þeir sem vilja algerlega snúa baki við Evrópu eru tvær hliðar á sama kreddutúkallinum sem kaupir ekkert frekar en aðrir túkallar. Þeir sem boða eina lausn við öllum vanda eru oftast bara að selja skítugan sekk með ræfilslegum ketti. Byltingarsinnar og liðsmenn þeirra Við þurfum líka að vara okkur á þeim sem halda því fram að við getum bætt velferðarþjóðfélagið sem við búum við með því að umbylta því og gerbreyta. Hópefli um nýja stjórnarskrá skilaði til dæmis plaggi sem er hættulegt og úrelt í senn. Við þurfum þó að laga ýmislegt í stjórnarskránni, til dæmis forsetakaflann, jafna atkvæðisrétt og laga úrelt kjördæmakerfi. En þeir alheimssannleiksboðarar sem hæst hrópa í því máli eru jafn mikið á villigötum og þeir sem hafna alfarið að nokkru megi breyta. Enda mega þeir sem öllu vilja bylta í stjórnarskránni ekki heyra minnst á hófsamar breytingar og verða því talsmenn algerrar stöðnunar. Þeir sem hafna öllum breytingum verða því bestu liðsmenn þeirra sem öllu vilja bylta. Rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra Framtíðin er óráðin og full af tækifærum. Til að tryggja hagsæld allra þurfum við að vera vakandi fyrir því sem er að gerast allt í kringum okkur og tilbúin að stökkva á tækifæri sem gefast. Ef við gerum það ekki, ef við festumst í viðjum vanans, ef við leyfum þeim að ráða sem engar ákvarðanir vilja taka því þá verður þeim ekki kennt um, þá munum við glata velmegun, glata kaupmætti og glata hagsæld. Síðastliðin áratug höfum við leyft okkur að njóta uppgangs efnahagslífsins en ekki fjölgað eggjunum í körfunni. Við vitum ekkert hve mörg tækifæri hafa glatast vegna seinagangs og ákvörðunarfælni kontórista og því miður verður rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra varla skrifuð. Eftir kosningar megum við sjálfstæðisfólk ekki hverfa inn í þægindi vanans. Við þurfum að sækja fram, auka velmegun og skapa skilyrði fyrir tækifæri. Við eigum að gera kröfu á samstarfsflokka um að vera opin fyrir breytingum. Samstarf við stjórnlynda flokka er erfitt og getur gert okkur værukær. Þótt forsætisráðherra sé mæt og vel gerð manneskja þá er grunnforsenda flokks hennar algerlega andstæð öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Samstarf á því ekki að vera sjálfgefið. Til lengri tíma er feigð í faðmlagi við flokka sem deila ekki virðingu fyrir eignarrétti og atvinnufrelsi. Ísland okkar tíma er fjölbreyttara en nokkru sinni, með meiri velmegun en nokkru sinni og frjálsara en nokkru sinni. Þótt það sé oft erfitt að tileinka sér nýja hætti þá er það lífsnauðsynlegt fyrir litla þjóð. Þegar við stígum út úr tímabundnu oki faraldursins þá þarf sjálfstæðisfólk að sýna að farsæld framtíðar felist í fjölbreytni, frelsi og framsýni. Höfundur er framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun