Ætti að afnema „hábölvað“ klámbannsákvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 15:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir galið að hóta þeim sem selja efni á Only Fans eignaupptöku og refsingu. Hann telur að afnema eigi ákvæði um bann við klámi úr hegningarlögum. Lögregla skoðar nú mál þeirra sem selja efni á síðunni. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust. Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust.
Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira