Viðskipti innlent

Tryggingatrampólínið fékk að fjúka

Snorri Másson skrifar
Ökuvísir er nýja dæmið og trampólínið fokið út í veður og vind.
Ökuvísir er nýja dæmið og trampólínið fokið út í veður og vind. Vísir

Akandi vegfarendur misstu á dögunum mikilvæga vörðu á leiðinni út úr Reykjavík eftir Vesturlandsvegi, þegar trampólín tryggingafélagsins VÍS á húsþaki við jaðar Grafarholts var fjarlægt með húð og hári.

Trampólínið var hluti af verðlaunaðri herferð VÍS frá 2013 og kvaddi borgarbúa á leið í sveitina samviskusamlega í átta ár.Vís

Flestir kannast við trampólínið sem hefur auglýst tryggingar á húsþakinu frá 2013, með kjörorðunum um að „allt geti gerst.“ Nú er komin önnur auglýsing á húsið og hún er trampólínlaus.

Trampólínið fékk að hanga í átta ár, enda verðlaunaauglýsing á sínum tíma.

„Þetta þótti mjög vel lukkað, en það eru nokkur ár liðin núna og kominn tími á ný skilaboð,“ segir Erla Tryggvadóttir samskiptastjóri VÍS.

VÍS á ekki húsið heldur leigir það í þessu skyni af eiganda þess og hefur gert um margra ára skeið. Dvöl trampólínsins á húsinu er vel skrásett í myndbandinu að neðan.


Tengdar fréttir

Abbababb það er bíll!

Ökuferð feðginanna í nýrri auglýsingu VÍS um Ökuvísinn vekur upp tilfinningar sem ansi margir  tengja við.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
7,53
245
386.089
SKEL
1,97
4
5.571
REITIR
1,85
34
715.603
LEQ
1,65
1
4.912
MAREL
0,94
19
48.686

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,25
23
398.408
ISB
-0,81
546
956.680
SYN
-0,7
1
1.280
BRIM
-0,37
4
994
EIM
-0,31
23
160.413
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.