Vonast til að VÍS hafi unnið heimavinnuna vel Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún var gestur í Bítinu í morgun. Vísir/Egill „Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi. Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
„Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi.
Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira