Handbolti

Kristinn um Grillið: Viss um að við séum með eitt efnilegasta lið landsins

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Kristinn, þjálfari ÍR er bjartsýnn fyrir Grill-66
Kristinn, þjálfari ÍR er bjartsýnn fyrir Grill-66 Vísir: Vilhelm

„KA-menn vildu bara meira vinna í dag, því miður,“ sagði Kristinn Björgfúlfsson, þjálfari ÍR, eftir tíu marka tap á móti KA í dag. 

ÍR skoruðu ekki fyrstu 12 mínútur leiksins. 

„Það vantaði að menn mættu ferskir og koma framarlega. Við bökkuðum undan þeim og það er það sem gerist.“ 

Þá tekur Kristinn leikhlé og loksins endaði boltinn í netinu. 

„Það var ekkert flóknara en að láta boltann ganga og leysa inn í framhaldi af því sem við ætluðum að gera og þá fórum við að skora,“ sagði Kristinn, aðspurður um hvað fór fram í leikhléinu. 

Það er ekkert leyndarmál að ÍR eru fallnir úr Olís-deildinni og munu spila í Grill-66 næsta haust. 

„Þetta er hópurinn sem við erum með og hópurinn sem við ætlum að vinna með. Ég hef sagt að við séum ekki nógu góðir fyrir Grillið en ég er nokkuð vissum að við séum með eitt efnilegasta lið landsins. Meðalaldurinn er 22 ár og ef ég tek þrjá elstu út er hann 20 ár. Við höldum ótrauðir áfram þrátt fyrir að staðan sé slæm og leiðinleg í dag. Framtíð ÍR er í góðum höndum.“

Næsti leikur ÍR er við Aftureldingu.

„Ég vill að menn séu aðeins meira tilbúnir að trúa á verkefnið. Þetta var svolítið litlu strákarnir á móti þeim stóru. Það er ekkert að óttast, það eru alltaf eitthverjir sjö sem byrja inna. Mér er alveg sama hvað þeir heita þarna upp í Mosó en við þurfum að trúa sjálfir að við getum gert þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×