Viðskipti innlent

Íslendingar berjast um nýja staðsetningarflögu Apple

Snorri Másson skrifar
AirTag var kynnt til leiks í síðasta mánuði.
AirTag var kynnt til leiks í síðasta mánuði. Apple

Tæknirisinn Apple setti í mánuðinum nýja vöru á markað, Apple AirTag.

Um er að ræða lítinn hnapp með staðsetningarflögu sem eigandinn getur sett hvert sem hann vill og fylgst síðan með staðsetningu hans.

Þannig getur maður laumað flögunni ofan í tösku, hengt hana í lyklakippu eða fest hana við hjólið sitt, og flett því síðan upp hvenær sem er í smáforriti í símanum hvar hún er staðsett.

Apple AirTags er nýr staðsetningarbúnaður fyrir almenning.Apple

Varan er komin á markað á Íslandi, meðal annars hjá Macland og Epli. Hjá Macland rauk fyrsta sending út, stykkið á 5.990 krónur. Fjögur stykki eru á 19.990kr. 

Önnur sending er væntanleg en allt er uppselt í bili í búðinni.

Enn eru eintök eftir á lager hjá Epli samkvæmt vefsíðu þeirra og verðið er það hið sama.

Apple AirTag er, að því er segir á bloggi Macland, á stærð við freyðitöfluna Treo. Hnappinum má koma fyrir á alls konar munum sem hafa tilhneigingu til að týnast.

Reiðhjól hljóta að vera mörgum ofarlega í huga í þessum efnum, enda hefur löngum reynst of fyrirferðarmikið að koma fyrir staðsetningarbúnaði á dýrum reiðhjólum til þess að sporna við þjófnaði. Apple AirTag getur að sögn margra álitsgjafa verið álitlegur kostur í þessum tilgangi.

Á sama hátt er hér komin trygging fyrir gæludýr, sem er auðvitað sárt að missa frá sér án þess að fá rönd við reist.

Ýmsar efasemdir eru uppi um persónuverndarsjónarmið þegar kemur að AirTags og ljóst að í þeim efnum eru ekki öll kurl komin til grafar. 

Apple segir að sími manns eigi að fá um það tilkynningu ef hann verður þess áskynja að AirTag sé búið að vera að fylgja manni í ákveðinn tíma. Það á að koma í veg fyrir njósnir með græjunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,44
8
20.516
SYN
0,87
10
87.538
KVIKA
0,75
29
431.957
REGINN
0,68
3
16.500
SVN
0,45
21
87.385

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,85
11
59.252
ICESEA
-1,85
6
13.772
MAREL
-1,71
26
345.126
SIMINN
-1,63
60
367.415
LEQ
-1,6
1
729
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.