„Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 12:00 Njarðvík getur fallið og komist í úrslitakeppni er ein umferð er eftir af deildarkeppninni. vísir/bára Sævar Sævarsson, einn af spekingum Domino's Körfuboltakvölds, segir að Njarðvík sé stórhættulegt lið í úrslitakeppninni, komist þeir þangað. Benedikt Guðmundsson, annar spekingur, bætti við að fallbaráttan væri erfiðust fyrir harða Njarðvíkinga sem þjálfa liðið. Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira