Handbolti

Mæðgur léku saman í Olís deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristín hefur marga fjöruna sopið í handboltanum.
Kristín hefur marga fjöruna sopið í handboltanum.

Lokaumferðin í Olís deild kvenna í handbolta fór fram í gær og var merkileg fyrir margra hluta sakir.

Það var kannski ekki ýkja mikið undir að Hlíðarenda þar sem Valskonur tóku á móti HK-ingum en leikurinn verður líklega lengi í minnum hafður á heimili Kristínar Guðmundsdóttur.

Kristín, sem er þrautreynd í íslenskum handbolta hefur verið í lykilhlutverki hjá HK í vetur þrátt fyrir að vera orðin 42 ára gömul en í dag lék hún í fyrsta skipti með dóttur sinni.

Hin 15 ára gamla Embla Steindórsdóttir lék sinn fyrsta leik í efstu deild í gær þegar hún kom inn í lið HK.

Þær mæðgur léku saman inná síðustu mínútur leiksins og átti Kristín til að mynda sendingu á Emblu sem sótti í kjölfarið vítakast en leiknum lauk með sjö marka sigri Vals, 27-20.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.