Viðskipti innlent

180 fer­metra skjár frum­sýndur á raf­í­þrótta­móti í Laugar­dals­höll

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skjárinn er 180 fermetrar og vegur þrettán tonn.
Skjárinn er 180 fermetrar og vegur þrettán tonn. Luxor

Tæknifyrirtækin Luxor og SmartSignage hafa fest kaup á 180 fermetra risaskjá sem notaður verður í fyrsta skipti á rafíþróttamóti sem fer nú fram í Laugardalshöll.

Undirbúningur á kaupunum hófst í apríl á síðasta ári og í byrjun þessa árs höfðu forsprakkar rafíþrótamótsins MSI, eða Mid Season Invitational, samband við fyrirtækin og óskuðu eftir því að fá að leigja skjáinn.

„Þá þurftum við að hafa hraðar hendur, ef við ætluðum að ná skjánum inn fyrir mótið, því það tekur töluverðan tíma að framleiða þetta magn, klára gæðaprófanir og flytja skjáinn inn til landsins,“ segir Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Luxor.

Skjárinn er kominn upp í Laugardalshöll en MSI mótið hófst þar í gær og mun standa yfir til 23. maí.

„Framleiðendur rafíþróttamótsins gera mjög strangar kröfur um þéttleika, gæði, magn og tegund þeirra LED skjáa sem þeir velja í keppnirnar sínar og okkur tókst að uppfylla öll þau skilyrði,“ segir Karl.

„Enda er þéttleiki hans 2,9mm sem er þéttara en aðrir skjáir sem eru þegar til á landinu. Skjárinn er einnig 20.338.000 pixlar en til að setja það í samhengi er hefðbundin 4K upplausn 8 milljónir pixla ásamt því að hann er HDR eins og nýjustu sjónvörp á markaðnum í dag.“


Tengdar fréttir

MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið

MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims.

Fjögur hundruð stefna til landsins vegna raf­í­þrótta­móts

Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin.

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika

Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
7,53
245
386.089
SKEL
1,97
4
5.571
REITIR
1,85
34
715.603
LEQ
1,65
1
4.912
MAREL
0,94
19
48.686

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,25
23
398.408
ISB
-0,81
546
956.680
SYN
-0,7
1
1.280
BRIM
-0,37
4
994
EIM
-0,31
23
160.413
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.