Fleiri velja vistvæn ökutæki Jón Hannes Karlsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Neytendur Bensín og olía Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun