Skyldan til að bregðast við! Katrín Oddsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:31 Vissir þú að við berum öll lagalega skyldu til að hjálpa fólki í neyð? Þetta þýðir að þú gætir lent í fangelsi fyrir það að labba fram hjá manneskju sem er að blæða út, þrátt fyrir að hafa ekki átt nokkra sök á sárum hennar. Þetta er falleg regla í grunninn. Hún snýst um það að við séum samfélag og að við komum hvort öðru við. Það myndast skylda á okkur öll til að bregða við þegar einu okkar blæðir út. Það er gaman að skoða skyldu til að bregðast við í víðara samhengi. Nú er sléttur áratugur síðan Stjórnlagaráð sat að störfum við það að skrifa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er engin kollvörpun heldur inniheldur 80% af gildandi stjórnarskrá, auk þess sem hún færir okkur til samtímans varðandi náttúruvernd, auðlindanýtingu, lýðræði, mannréttindi, ábyrgð og fleira. Nú eru yfir 8 ár síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána sem hefur enn ekki tekið gildi. Þó sögðu sögðu 67% kjósanda í þjóðaratkvæðagreiðslunni að það ætti að leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Sé horft á þann tíma sem liðið hefur er ljóst að Alþingi telur sig ekki hafa skyldu til að bregðast við í takt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Alþingismenn, sem sækja umboð sitt frá sömu kjósendum og greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni, eru einfaldlega margir á þeirri skoðun að þeir megi horfa í aðra átt, grípa til annarra ráða eða bara hunsa þá óumdeildu staðreynd sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er. Listaverkið sem fjarlægt var af Safnaborg í Hafnarfirði að morgni sunnudags. En ekki eru allir opinberir starfsmenn jafn gegnsýrðir af hugmyndum um ágæti athafnaleysis og Alþingi er í stjórnarskrármálinu. Dæmi um þetta er að á sunnudaginn 2. maí sá bæjarstjórinn í Hafnarfirði til þess að listaverk yrði fjarlægt af útvegg listasafnsins Hafnarborg þar í bæ. Listaverkið var sakleysislegur grænn miði sem einhver borgari á Þjóðfundinum 2012 skrifaði til Alþingis. Á honum stóð einfaldega: „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum Stjórnlagaþings“. Einhvern veginn sá þessi nafnlausi borgari, sem tók þátt í Þjóðfundinum ásamt tæplega þúsund öðrum almennum borgurum sem valdir voru að handahófi, það fyrir að Alþingi myndi reyna að kjafta sig frá þeirri niðurstöðu sem þjóðin kom sér loks saman um. Þessi skilaboð frá hinum framsýna nafnlausa borgara máttu ekki blakta framan á Hafnarborg í þá 29 daga sem eftir voru að myndlistarsýningunni sem miðinn tilheyrði, að mati bæjarstjórans. Nei, hún ræsti út starfsmenn á sunnudegi sem fóru í það að taka hann niður og ástæðan var sú að ekki væri „tilskyld leyfi“ hjá listamönnunum Libiu Castro & Ólafi Ólafssyni fyrir þessari upphengingu. Þó eru þau með sýningu í Hafnarborg um þessar mundir sem fjallar einmitt um nýju stjórnarskrána og baráttunni fyrir hana. Þau máttu láta miðann hanga inn í húsinu en alls ekki utan á því, að mati bæjarstjórans. Reyndar segjast listamennirnir hafa fengið leyfi fyrir því að hengja miðann utan á húsið, gagnstætt því sem bæjarstjórinn heldur fram. Þekkjandi þau bæði vel trúi ég að það sé sannleikurinn enda hefði þeim annars aldrei tekist að hengja miðann upp um miðjan dag með vilja og vitund yfirmanns safnsins. En látum það aðeins liggja á milli hluta á meðan við skoðum þetta mál. Sjáið þið hvað opinberi starfsmaðurinn, sem bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er, tekur athafnaskyldu sinni alvarlega. Þarna er miði með sakleysislegum skilaboðum sem hangir utan á byggingu sem hann ætti að vera inn í, ÁN LEYFIS. Og hvað gerir hún, jú hún ræsir út mannskap á frídegi til að stöðva þetta ógnvænlega og leyfislausa ófremdarástand! Hvert erum við komin? Í landi þar sem tjáningafrelsi, og þar sem listrænt frelsi, er stjórnarskrárvarið (að meira að segja í þeirri úreltu stjórnarskrá sem við burðumst enn með) þá vaknar skylda til athafna gegn listrænni tjáningu vegna meints skorts á leyfum. Í sakleysi mínu vappaði ég um vefsvæði Hafnarborgar rétt í þessu til að skilja hvar þessi grundvallarskylda stjórnarformannsins og bæjarstjórans birtist að „stöðva skuli alla list í tengslum við Hafnarborg sem ekki hefur fengið tilskyld leyfi“?. Ég fann hvergi þá reglu. Ég fann þvert á móti reglur um áherslur safnsins til framtíðar en þar stóð að Hafnarborg ætlaði sér að vera samnefnari fyrir grósku og gerjun á sviði lista og menningar. Svo sá ég að Hafnarborg vildi standa fyrir ögrandi hugmyndir, áræðni auk þess sem yfirlýst stefna Hafnarborgar er að leggja “áherslu á að auðga upplifun gesta af sýningum og safneign með fjölbreyttu formi miðlunar”. Ekki er svo langt síðan að annar ónefndur opinber starfsmaður varð heltekinn af sömu skyldu til að bregðast við og bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Það var einstaklingurinn sem fyrirskipaði umsvifalausan háþrýstiþvott á veggnum þar sem spurningunni „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ hafði verið varpað fram. Það væri dásamlegt að búa í landi þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplifðu það jafn sterka skyldu að bregðast við niðurstöðum lögmætrar þjóðaratkvæðagreiðslu og þessir tilteknu opinberu starfsmenn upplifa gagnvart því að útmá þá staðreynd að Ísland á nýja stjórnarskrá og að Alþingi hefur brugðist skyldu sinni gagnvart þjóðinni í þessu stóra máli. Við erum samfélag, við stöndum saman og munum ekki horfa upp á lýðræðinu okkar blæða út mikið lengur. Við eigum nýja stjórnarskrá og við munum sigra að lokum. #ViðEigumNýjaStjórnarskrá Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að við berum öll lagalega skyldu til að hjálpa fólki í neyð? Þetta þýðir að þú gætir lent í fangelsi fyrir það að labba fram hjá manneskju sem er að blæða út, þrátt fyrir að hafa ekki átt nokkra sök á sárum hennar. Þetta er falleg regla í grunninn. Hún snýst um það að við séum samfélag og að við komum hvort öðru við. Það myndast skylda á okkur öll til að bregða við þegar einu okkar blæðir út. Það er gaman að skoða skyldu til að bregðast við í víðara samhengi. Nú er sléttur áratugur síðan Stjórnlagaráð sat að störfum við það að skrifa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er engin kollvörpun heldur inniheldur 80% af gildandi stjórnarskrá, auk þess sem hún færir okkur til samtímans varðandi náttúruvernd, auðlindanýtingu, lýðræði, mannréttindi, ábyrgð og fleira. Nú eru yfir 8 ár síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána sem hefur enn ekki tekið gildi. Þó sögðu sögðu 67% kjósanda í þjóðaratkvæðagreiðslunni að það ætti að leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Sé horft á þann tíma sem liðið hefur er ljóst að Alþingi telur sig ekki hafa skyldu til að bregðast við í takt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Alþingismenn, sem sækja umboð sitt frá sömu kjósendum og greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni, eru einfaldlega margir á þeirri skoðun að þeir megi horfa í aðra átt, grípa til annarra ráða eða bara hunsa þá óumdeildu staðreynd sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er. Listaverkið sem fjarlægt var af Safnaborg í Hafnarfirði að morgni sunnudags. En ekki eru allir opinberir starfsmenn jafn gegnsýrðir af hugmyndum um ágæti athafnaleysis og Alþingi er í stjórnarskrármálinu. Dæmi um þetta er að á sunnudaginn 2. maí sá bæjarstjórinn í Hafnarfirði til þess að listaverk yrði fjarlægt af útvegg listasafnsins Hafnarborg þar í bæ. Listaverkið var sakleysislegur grænn miði sem einhver borgari á Þjóðfundinum 2012 skrifaði til Alþingis. Á honum stóð einfaldega: „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum Stjórnlagaþings“. Einhvern veginn sá þessi nafnlausi borgari, sem tók þátt í Þjóðfundinum ásamt tæplega þúsund öðrum almennum borgurum sem valdir voru að handahófi, það fyrir að Alþingi myndi reyna að kjafta sig frá þeirri niðurstöðu sem þjóðin kom sér loks saman um. Þessi skilaboð frá hinum framsýna nafnlausa borgara máttu ekki blakta framan á Hafnarborg í þá 29 daga sem eftir voru að myndlistarsýningunni sem miðinn tilheyrði, að mati bæjarstjórans. Nei, hún ræsti út starfsmenn á sunnudegi sem fóru í það að taka hann niður og ástæðan var sú að ekki væri „tilskyld leyfi“ hjá listamönnunum Libiu Castro & Ólafi Ólafssyni fyrir þessari upphengingu. Þó eru þau með sýningu í Hafnarborg um þessar mundir sem fjallar einmitt um nýju stjórnarskrána og baráttunni fyrir hana. Þau máttu láta miðann hanga inn í húsinu en alls ekki utan á því, að mati bæjarstjórans. Reyndar segjast listamennirnir hafa fengið leyfi fyrir því að hengja miðann utan á húsið, gagnstætt því sem bæjarstjórinn heldur fram. Þekkjandi þau bæði vel trúi ég að það sé sannleikurinn enda hefði þeim annars aldrei tekist að hengja miðann upp um miðjan dag með vilja og vitund yfirmanns safnsins. En látum það aðeins liggja á milli hluta á meðan við skoðum þetta mál. Sjáið þið hvað opinberi starfsmaðurinn, sem bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er, tekur athafnaskyldu sinni alvarlega. Þarna er miði með sakleysislegum skilaboðum sem hangir utan á byggingu sem hann ætti að vera inn í, ÁN LEYFIS. Og hvað gerir hún, jú hún ræsir út mannskap á frídegi til að stöðva þetta ógnvænlega og leyfislausa ófremdarástand! Hvert erum við komin? Í landi þar sem tjáningafrelsi, og þar sem listrænt frelsi, er stjórnarskrárvarið (að meira að segja í þeirri úreltu stjórnarskrá sem við burðumst enn með) þá vaknar skylda til athafna gegn listrænni tjáningu vegna meints skorts á leyfum. Í sakleysi mínu vappaði ég um vefsvæði Hafnarborgar rétt í þessu til að skilja hvar þessi grundvallarskylda stjórnarformannsins og bæjarstjórans birtist að „stöðva skuli alla list í tengslum við Hafnarborg sem ekki hefur fengið tilskyld leyfi“?. Ég fann hvergi þá reglu. Ég fann þvert á móti reglur um áherslur safnsins til framtíðar en þar stóð að Hafnarborg ætlaði sér að vera samnefnari fyrir grósku og gerjun á sviði lista og menningar. Svo sá ég að Hafnarborg vildi standa fyrir ögrandi hugmyndir, áræðni auk þess sem yfirlýst stefna Hafnarborgar er að leggja “áherslu á að auðga upplifun gesta af sýningum og safneign með fjölbreyttu formi miðlunar”. Ekki er svo langt síðan að annar ónefndur opinber starfsmaður varð heltekinn af sömu skyldu til að bregðast við og bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Það var einstaklingurinn sem fyrirskipaði umsvifalausan háþrýstiþvott á veggnum þar sem spurningunni „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ hafði verið varpað fram. Það væri dásamlegt að búa í landi þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplifðu það jafn sterka skyldu að bregðast við niðurstöðum lögmætrar þjóðaratkvæðagreiðslu og þessir tilteknu opinberu starfsmenn upplifa gagnvart því að útmá þá staðreynd að Ísland á nýja stjórnarskrá og að Alþingi hefur brugðist skyldu sinni gagnvart þjóðinni í þessu stóra máli. Við erum samfélag, við stöndum saman og munum ekki horfa upp á lýðræðinu okkar blæða út mikið lengur. Við eigum nýja stjórnarskrá og við munum sigra að lokum. #ViðEigumNýjaStjórnarskrá Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun