Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kynning vegna hluta­fjár­út­boðs Síldar­vinnslunnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn.
Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Vísir/Einar

Kynningarfundur um hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu í dag klukkan 8:30. 

Landsbankinn er umsjónaraðili útboðsins og stendur fyrir kynningunni sem hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum hér fyrir neðan. Stjórn Síldarvinnslunnar kynnti í febrúar að til stæði að skrá félagið í Kauphöll Íslands og er útboðið liður í því ferli.

Útboðið hefst klukkan 10 á mánudag og lýkur klukkan 16 miðvikudaginn 12. maí. Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar föstudaginn 14. maí og að fyrsti viðskiptadagur með hluti Síldarvinnslunnar hf. á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland verði 27. maí næstkomandi.

Þrír stærstu núverandi hluthafar sjávarútvegsfyrirtækisins eru Samherji með 44,64% hlut, Kjálkanes með 34,23% og Samvinnufélag útgerðarmanna með 10,97%. Síldarvinnslan er þriðja stærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir Brim og Samherja.


Tengdar fréttir

Síldar­vinnslan undir­býr skráningu í Kaup­höll

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,98
15
198.055
HAGA
1,69
15
284.591
SVN
1,13
43
230.151
SJOVA
1,07
7
114.523
ICEAIR
1,04
95
128.318

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,68
19
214.289
ICESEA
-0,57
2
10.530
BRIM
-0,55
7
12.308
ORIGO
-0,39
2
1.771
VIS
-0,3
5
197.500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.