Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Þriðji hluti Valur Freyr Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Ég geri þetta einfaldlega af því að get ekki setið lengur þegjandi undir furðulegri framkomu við mig og aðra. Sífellt eftirlit sem gefur tekjur Næsta skýrsla er frá því um miðjan febrúar og allt við það sama af beggja hálfu. Það er alkunna að þegar þessir sérfræðingar geta ekki með góðu móti sett út á hrossin þá er farið að eltast við allskonar tittlingaskít sem litlu eða engu máli skiptir. Það er það, sífellt eftirlit sem gefur tekjur. Hótun um dagsektir vegna illa haldinna hrossa í góðum holdum Þann 21. febrúar er mér skrifað hótunarbréf um dagsektir vegna þess að ég hafi ekki brugðist við kröfum eftirlitsmanns frá því 14. febrúar vegna hrossa sem ég haldi á spildu við Dalsmynni. 25.000 á dag. Getur það verið að þessir sérfræðingar sjái ekki að 50 hektara land er eitthvað meira en graslaus spilda upp undir hliði þar sem hrossin eru sett inn og tekin út. Þannig er það að þar hanga skepnur oft, líka kýr og kindur sem eru saddar. Gjafasvæði, ég hef ekki enn fengið að vita hvar þau ákváðu að það væri, ég aftur á móti veit hvar ég ákvað það þegar ég byrjaði að gefa hrossunum 18. mars. Þá voru þau enn í góðum holdum og vel útlítandi. Hvernig ætli hafi staðið á því? Hótun um dagsektir hafði þar engin áhrif. Og um eftirlit með þessum hrossum veit þetta fólk ekki neitt. Um fóðrun hrossa geta þessir snillingar ekki kennt mér neitt. Eins og sjá má á ummælum eftirlitsdýralækna stofnunarinnar fyrr í þessum skrifum. Mér er hótað dagsektum frá 28 febrúar. Þann 7. mars er mér tilkynnt að dagsektir vegna aðbúnaðar hrossa á Kjalarnesi hafi tekið gildi. Þetta eru sömu hrossin og þetta sama eftirlitsfólk sá ekkert athugavert við fáum vikum fyrr. Fyrirtæki í fullum rekstri hefur ekkert með starfsfólk að gera sem býr ekki til tekjur. Hótað vörslusviptingu á nautgripum..! Í sama bréfi fæ ég tilkynningu um það að lagðar hafi verið á mig 30.000 kr dagsektir frá 15. febrúar og upphæðin sé orðin 45.0000 kr. Vegna bleytu í stíum í fjósi, sérstaklega mikil bleyta í kálfastíum .og kálfarnir skítugir og bla bla bla og hótað vörslusviptingu. Ég hef ekki enn fengið að vita hvar ég var með þessa nautgripi. Sagt beitarlaust en holdafar í lagi Þann15. mars er enn ein skýrslan skrifuð og einlægt sami söngurinn beitarlaust, ekkert farið að gefa en holdafar í lagi. Ég vissi þetta og margir fleiri sem vit hafa á en spyrja má hver segir að þetta fólk hafi vit á holdafari hrossa? Eru þetta fóðurfræðingar? Það var hægt að taka mark á forðagæslumönnum á meðan þeirra naut við. Enda valdist þá til þessara starfa fólk sem hafði vit á skepnum. Á þessu verður að verða breyting. Reiðhross í hagalítilli girðingu Einhvern tímann um mitt sumar hringdi til mín ung kona frá Mast, Þórdís Karlsdóttir til þess að segja mér að það væru hross í lítilli haglausri girðingu í Dalsmynni. Ég sagði henni að svona ætti það að vera, þarna væri um að ræða reiðhross sem verið væri að passa að hlypu ekki í spik, og sagði henni jafnframt að ég hvorki þyrfti né kærði mig um neinar upplýsingar frá Mast, tók hún því nokkuð vel. Kurteis manneskja alin upp hjá góðu fólki í Strandasýslu. Engin árásargirni eða hroki. Höfundur er rútubílstjóri. freyshestar@hotmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Ég geri þetta einfaldlega af því að get ekki setið lengur þegjandi undir furðulegri framkomu við mig og aðra. Sífellt eftirlit sem gefur tekjur Næsta skýrsla er frá því um miðjan febrúar og allt við það sama af beggja hálfu. Það er alkunna að þegar þessir sérfræðingar geta ekki með góðu móti sett út á hrossin þá er farið að eltast við allskonar tittlingaskít sem litlu eða engu máli skiptir. Það er það, sífellt eftirlit sem gefur tekjur. Hótun um dagsektir vegna illa haldinna hrossa í góðum holdum Þann 21. febrúar er mér skrifað hótunarbréf um dagsektir vegna þess að ég hafi ekki brugðist við kröfum eftirlitsmanns frá því 14. febrúar vegna hrossa sem ég haldi á spildu við Dalsmynni. 25.000 á dag. Getur það verið að þessir sérfræðingar sjái ekki að 50 hektara land er eitthvað meira en graslaus spilda upp undir hliði þar sem hrossin eru sett inn og tekin út. Þannig er það að þar hanga skepnur oft, líka kýr og kindur sem eru saddar. Gjafasvæði, ég hef ekki enn fengið að vita hvar þau ákváðu að það væri, ég aftur á móti veit hvar ég ákvað það þegar ég byrjaði að gefa hrossunum 18. mars. Þá voru þau enn í góðum holdum og vel útlítandi. Hvernig ætli hafi staðið á því? Hótun um dagsektir hafði þar engin áhrif. Og um eftirlit með þessum hrossum veit þetta fólk ekki neitt. Um fóðrun hrossa geta þessir snillingar ekki kennt mér neitt. Eins og sjá má á ummælum eftirlitsdýralækna stofnunarinnar fyrr í þessum skrifum. Mér er hótað dagsektum frá 28 febrúar. Þann 7. mars er mér tilkynnt að dagsektir vegna aðbúnaðar hrossa á Kjalarnesi hafi tekið gildi. Þetta eru sömu hrossin og þetta sama eftirlitsfólk sá ekkert athugavert við fáum vikum fyrr. Fyrirtæki í fullum rekstri hefur ekkert með starfsfólk að gera sem býr ekki til tekjur. Hótað vörslusviptingu á nautgripum..! Í sama bréfi fæ ég tilkynningu um það að lagðar hafi verið á mig 30.000 kr dagsektir frá 15. febrúar og upphæðin sé orðin 45.0000 kr. Vegna bleytu í stíum í fjósi, sérstaklega mikil bleyta í kálfastíum .og kálfarnir skítugir og bla bla bla og hótað vörslusviptingu. Ég hef ekki enn fengið að vita hvar ég var með þessa nautgripi. Sagt beitarlaust en holdafar í lagi Þann15. mars er enn ein skýrslan skrifuð og einlægt sami söngurinn beitarlaust, ekkert farið að gefa en holdafar í lagi. Ég vissi þetta og margir fleiri sem vit hafa á en spyrja má hver segir að þetta fólk hafi vit á holdafari hrossa? Eru þetta fóðurfræðingar? Það var hægt að taka mark á forðagæslumönnum á meðan þeirra naut við. Enda valdist þá til þessara starfa fólk sem hafði vit á skepnum. Á þessu verður að verða breyting. Reiðhross í hagalítilli girðingu Einhvern tímann um mitt sumar hringdi til mín ung kona frá Mast, Þórdís Karlsdóttir til þess að segja mér að það væru hross í lítilli haglausri girðingu í Dalsmynni. Ég sagði henni að svona ætti það að vera, þarna væri um að ræða reiðhross sem verið væri að passa að hlypu ekki í spik, og sagði henni jafnframt að ég hvorki þyrfti né kærði mig um neinar upplýsingar frá Mast, tók hún því nokkuð vel. Kurteis manneskja alin upp hjá góðu fólki í Strandasýslu. Engin árásargirni eða hroki. Höfundur er rútubílstjóri. freyshestar@hotmail.com
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun