Viðskipti innlent

Tekur við sem fjár­mála- og rekstrar­stjóri Aha.is

Atli Ísleifsson skrifar
Ísak Gunnarsson.
Ísak Gunnarsson. aha

Ísak Gunnarsson hefur verið ráðinn í starf fjármála- og rekstrarstjóra aha.is.

Í tilkynningu frá aha segir að Ísak hafi áður starfað hjá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Ernst & Young ehf. eða frá árinu 2012.

„Ísak hefur rúmlega tíu ára reynslu og þekkingu á sviði reikningshalds, uppgjöra, ársreikningagerðar og endurskoðunar ásamt því að hafa víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri.

Ísak lauk meistaragráðu frá Háskóla Íslands í reikningsskilum- og endurskoðun árið 2013 og löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2018.

Ísak er í sambúð með Ásu Lind Pálsdóttur og eiga þau eitt barn.“

Aha.is er markaðstorg á netinu sem býður upp á þjónustu fyrir veitingastaði og verslanir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×