Sigvaldi: Var og er enn ógeðslega svekktur með frammistöðuna gegn Litáen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2021 18:20 Sigvaldi Guðjónsson skoraði sjö mörk úr átta skotum. vísir/hulda margrét Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael, 39-29, í undankeppni EM 2022 í dag. Hann skoraði sjö mörk úr hægra horninu. „Þetta var skyldusigur. Vörnin var ekki nógu góð og þeir skoruðu alltof mörg mörk. En sóknin var flott og við skoruðum fullt af mörkum,“ sagði Sigvaldi og bætti við að Íslendingar hefðu viljað svara fyrir tapið slæma fyrir Litáum á fimmtudaginn. „Við vorum svekktir og vildum sýna að erum betri en við sýndum gegn Litáen. Við vildum vinna riðilinn og klára þetta með sóma. Og mér fannst við gera það. Tapið gegn Litáen var ömurlega svekkjandi en ég er sáttur að vinna þennan leik með tíu mörkum.“ Sigvaldi gerði ekki mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. „Í sókninni var þetta allt í lagi en ég var ekki sáttur með vörnina þar sem ég gerði alltof mörg mistökum sem ég geri vanalega ekki,“ sagði hann. Sigvaldi var eini hægri hornamaðurinn í íslenska hópnum í þessari landsleikjahrinu og því mæddi talsvert mikið á honum. „Það er fínt að fá að spila eins mikið og ég get. Við eigum að vinna alla þessa þrjá leiki án þess að vera með tvo hornamenn. Það var fínt að bæta við nokkrum mörkum með landsliðinu,“ sagði Sigvaldi. Hann kveðst enn ósáttur við frammistöðu sína gegn Litáen og auðvitað tapið þar. „Ég er svekktur að vinna ekki riðilinn. Það var skelfilegt að tapa þessum leik. Ég var rosalega pirraður út í sjálfan mig eftir hann. Mér fannst ég rosa lélegur. Ég var ógeðslega svekktur og er það enn. Við eigum að vinna þennan riðil, verandi komnir í þessa stöðu. Við eigum að vinna Litáen alla daga,“ sagði Sigvaldi að lokum. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ísrael 39-29 | Annar tíu marka sigur á Ísraelum Ísland vann stórsigur á Ísrael, 39-29, í lokaleik sínum í riðli 4 í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. 2. maí 2021 17:49 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
„Þetta var skyldusigur. Vörnin var ekki nógu góð og þeir skoruðu alltof mörg mörk. En sóknin var flott og við skoruðum fullt af mörkum,“ sagði Sigvaldi og bætti við að Íslendingar hefðu viljað svara fyrir tapið slæma fyrir Litáum á fimmtudaginn. „Við vorum svekktir og vildum sýna að erum betri en við sýndum gegn Litáen. Við vildum vinna riðilinn og klára þetta með sóma. Og mér fannst við gera það. Tapið gegn Litáen var ömurlega svekkjandi en ég er sáttur að vinna þennan leik með tíu mörkum.“ Sigvaldi gerði ekki mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. „Í sókninni var þetta allt í lagi en ég var ekki sáttur með vörnina þar sem ég gerði alltof mörg mistökum sem ég geri vanalega ekki,“ sagði hann. Sigvaldi var eini hægri hornamaðurinn í íslenska hópnum í þessari landsleikjahrinu og því mæddi talsvert mikið á honum. „Það er fínt að fá að spila eins mikið og ég get. Við eigum að vinna alla þessa þrjá leiki án þess að vera með tvo hornamenn. Það var fínt að bæta við nokkrum mörkum með landsliðinu,“ sagði Sigvaldi. Hann kveðst enn ósáttur við frammistöðu sína gegn Litáen og auðvitað tapið þar. „Ég er svekktur að vinna ekki riðilinn. Það var skelfilegt að tapa þessum leik. Ég var rosalega pirraður út í sjálfan mig eftir hann. Mér fannst ég rosa lélegur. Ég var ógeðslega svekktur og er það enn. Við eigum að vinna þennan riðil, verandi komnir í þessa stöðu. Við eigum að vinna Litáen alla daga,“ sagði Sigvaldi að lokum.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ísrael 39-29 | Annar tíu marka sigur á Ísraelum Ísland vann stórsigur á Ísrael, 39-29, í lokaleik sínum í riðli 4 í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. 2. maí 2021 17:49 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 39-29 | Annar tíu marka sigur á Ísraelum Ísland vann stórsigur á Ísrael, 39-29, í lokaleik sínum í riðli 4 í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. 2. maí 2021 17:49