Hreinn úrslitaleikur í lokaumferð Olís-deildar kvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 15:30 Fram mætir KA/Þór í hreinum úrslitaleik næsta laugardag. Vísir/Bára Eftir úrslit dagsins er ljóst að Fram og KA/Þór mætast í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitil Olís-deildar kvenna í lokaumferð deildarinnar. Alls fóru fjórir leikir fram. KA/Þór vann Val 21-19 á Akureyri. Fram vann stórsigur á FH, 35-20. Haukar unnu HK með þriggja marka mun 30-27 og svo vann Stjarnan tveggja marka sigur á ÍBV, 28-26. Á Akureyri fór Matea Lonac mikinn í marki KA/Þórs en hún varði 12 skot og var með 40 prósent markvörslu. Aldís Ásta Heimisdóttir gerði sér svo lítið fyrir og skoraði sjö mörk. Í liði Vals skoraði Lovísa Thompson sex mörk en það dugði ekki til. Hjá Fram var Sara Sif Helgadóttir með níu skot varin af 16 talsins eða 56 prósent markvörslu. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk í liði Fram og Ragnheiður Júlíusdóttir gerði sex líkt og Lena Margrét Valdimarsdóttir. Eins og áður sagði er ljóst að KA/Þór og Fram munu mætast í úrslitaleik um næstu helgi en lokaumferð Olís-deildar kvenna fer fram klukkan 13.30 næsta laugardag. KA/Þór vann fyrri leik liðanna 27-23 og dugir því tæknilega séð jafntefli. Valur er í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi á undan ÍBV. Þar á eftir koma Stjarnan og Haukar með tveimur stigum minna en Eyjastúlkur. Það er ljóst að HK mætir liði úr Grill66-deildinni í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Þá er FH fallið úr deildinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram. KA/Þór vann Val 21-19 á Akureyri. Fram vann stórsigur á FH, 35-20. Haukar unnu HK með þriggja marka mun 30-27 og svo vann Stjarnan tveggja marka sigur á ÍBV, 28-26. Á Akureyri fór Matea Lonac mikinn í marki KA/Þórs en hún varði 12 skot og var með 40 prósent markvörslu. Aldís Ásta Heimisdóttir gerði sér svo lítið fyrir og skoraði sjö mörk. Í liði Vals skoraði Lovísa Thompson sex mörk en það dugði ekki til. Hjá Fram var Sara Sif Helgadóttir með níu skot varin af 16 talsins eða 56 prósent markvörslu. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk í liði Fram og Ragnheiður Júlíusdóttir gerði sex líkt og Lena Margrét Valdimarsdóttir. Eins og áður sagði er ljóst að KA/Þór og Fram munu mætast í úrslitaleik um næstu helgi en lokaumferð Olís-deildar kvenna fer fram klukkan 13.30 næsta laugardag. KA/Þór vann fyrri leik liðanna 27-23 og dugir því tæknilega séð jafntefli. Valur er í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi á undan ÍBV. Þar á eftir koma Stjarnan og Haukar með tveimur stigum minna en Eyjastúlkur. Það er ljóst að HK mætir liði úr Grill66-deildinni í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Þá er FH fallið úr deildinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira