Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 29. apríl 2021 11:59 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkun vísutölu neysluverðs vera langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. Vísir/Egill/Vilhelm Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19