Handbolti

Mæta með sigur í far­teskinu í leikinn gegn Ís­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar mæta Ísrael annað kvöld.
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar mæta Ísrael annað kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Ísrael vann sigur á Litháen, 34-28, er liðin mættust í riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2022. Leikið var í Ísrael í kvöld.

Heimamenn voru sterkari í upphafi og leiddu 15-11 í hálfleik. Þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og höfðu betur að lokum.

Þeir eru því komnir með tvö stig, líkt og Litháen, en Ísland er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Portúgalar er með sex stig eftir fjóra leiki.

Yermiyahu Avihu Amiel Sidi var magnaður í liði Ísrael en hann gerði ellefu mörk. Næstur kom Yoav Lumbroso með sjö.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Ísrael því liðið mætir Íslandi á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.