Hafa aldrei unnið í Njarðvík en sigur í kvöld setur mikla spennu í fallbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Eysteinn Bjarni Ævarsson og félagar í Hetti verða helst að vinna leikinn í Njarðvík í kvöld. Vísir/Vilhelm Stórleikur kvöldsins er leikur upp á líf eða dauða í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin munu ráða miklu um framhaldið í fallbaráttunni. Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira