Keflvíkingar hafa harma að hefna eftir rassskellinn í Garðabænum í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 16:11 Það verða örugglega flott tilþrif eins og þessi í Keflavík í kvöld. Hér reynir Keflvíkingurinn Deane Williams að troða boltanum í körfu Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta en heimamenn í Keflavík fara langt með að tryggja sér endanlega deildarmeistaratitilinn með sigri. Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira