Aron segist vera að toppa og fagnar því að komast í erfiðari deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 12:00 Aron Pálmarsson leikur með Álaborg í Danmörku næstu þrjú árin. vísir/vilhelm Aron Pálmarsson segir nauðsynlegt fyrir sig að komast í sterkari deild með fleiri erfiðum leikjum en í þeirri spænsku. Hafnfirðingurinn hefur skrifað undir þriggja ára samning við Álaborg og gengur í raðir félagsins frá Barcelona í sumar. Yfirburðir Börsunga heima fyrir eru gríðarlega miklir en spænska úrvalsdeildin má muna sinn fífil fegurri. Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn í fyrradag, í ellefta skiptið í röð, en liðið vinnur nánast alla deildarleiki sína með miklum mun. Danska úrvalsdeildin er mun sterkari en sú spænska og Aron segist þurfa á því að halda að spila fleiri krefjandi leiki. „Það er í raun engin keppni í deildinni hérna. Deildarleikir skipta ekki eins miklu máli því miður. Ég finn að ég þarf á þessu að halda, að fá fleiri stóra leiki. Ég tel mig vera á þeim stað á ferlinum að ég er að toppa og þá vil ég fá að sýna það oftar en í nokkrum leikjum yfir tímabilið og að það sé pressa að standa sig. Það gerist of sjaldan hérna,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason. „Deildin í Danmörku er mjög góð, mjög sterk, og svo er stefnan sett á að fara langt í Evrópu,“ bætti Aron við. Hann segir að hann verði líklega notaður sem leikstjórnandi hjá Álaborg, sérstaklega eftir að Mikkel Hansen kemur sumarið 2022. „Mér finnst líklegt að þeir séu ekki að fara að láta mig og Mikkel berjast um sömu stöðu. Mér finnst líklegra að ég verði meira á miðjunni, allavega þegar hann kemur,“ sagði Aron. „Það er til mikils ætlast af mér, hvort sem það er á miðju eða í skyttu. Ég hef spilað báðar þessar stöður með landsliði og félagsliðum og það skiptir mig ekki máli. En þeir ætlast til að ég skili mínu í hverjum leik. Með því að ná í mig ætla þeir að taka stærra skref í átt að Final Four [í Meistaradeild Evrópu]. Ég tek þeirri áskorun fagnandi.“ Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Hafnfirðingurinn hefur skrifað undir þriggja ára samning við Álaborg og gengur í raðir félagsins frá Barcelona í sumar. Yfirburðir Börsunga heima fyrir eru gríðarlega miklir en spænska úrvalsdeildin má muna sinn fífil fegurri. Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn í fyrradag, í ellefta skiptið í röð, en liðið vinnur nánast alla deildarleiki sína með miklum mun. Danska úrvalsdeildin er mun sterkari en sú spænska og Aron segist þurfa á því að halda að spila fleiri krefjandi leiki. „Það er í raun engin keppni í deildinni hérna. Deildarleikir skipta ekki eins miklu máli því miður. Ég finn að ég þarf á þessu að halda, að fá fleiri stóra leiki. Ég tel mig vera á þeim stað á ferlinum að ég er að toppa og þá vil ég fá að sýna það oftar en í nokkrum leikjum yfir tímabilið og að það sé pressa að standa sig. Það gerist of sjaldan hérna,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason. „Deildin í Danmörku er mjög góð, mjög sterk, og svo er stefnan sett á að fara langt í Evrópu,“ bætti Aron við. Hann segir að hann verði líklega notaður sem leikstjórnandi hjá Álaborg, sérstaklega eftir að Mikkel Hansen kemur sumarið 2022. „Mér finnst líklegt að þeir séu ekki að fara að láta mig og Mikkel berjast um sömu stöðu. Mér finnst líklegra að ég verði meira á miðjunni, allavega þegar hann kemur,“ sagði Aron. „Það er til mikils ætlast af mér, hvort sem það er á miðju eða í skyttu. Ég hef spilað báðar þessar stöður með landsliði og félagsliðum og það skiptir mig ekki máli. En þeir ætlast til að ég skili mínu í hverjum leik. Með því að ná í mig ætla þeir að taka stærra skref í átt að Final Four [í Meistaradeild Evrópu]. Ég tek þeirri áskorun fagnandi.“
Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni