Viðskipti erlent

For­stjóri Danske Bank hættur vegna gruns um laga­brot

Atli Ísleifsson skrifar
Chris Vogelzang var í hópi æðstu stjórnenda ABN AMRO á árunum 2009 til 2017.
Chris Vogelzang var í hópi æðstu stjórnenda ABN AMRO á árunum 2009 til 2017. EPA

Chris Vogelzang hefur látið af störfum sem forstjóri Danske Bank eftir að fréttir bárust um að hann sé grunaður um lagabrot í Hollandi.

Bankinn segir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að Vogelzang sé með stöðu grunaðs manns í rannsókn hollensku lögreglunnar á meintu peningaþvætti hollenska bankans ABN AMRO.

„Ég er mjög undrandi á ákvörðun hollenskra yfirvalda. Ég sagði skilið við ABN AMRO fyrir rúmum fjórum árum og er sannfærður um að ég hafi sinnt stjórnarskyldum mínum af heilindum og trúmennsku,“ ef haft eftir Vogelzang í tilkynningunni.

Hann segir hins vegar að í ljósi aðstæðna sé best að hann stígi til hliðar til að tryggja megi áframhaldandi vöxt bankans. Vísar hann meðal annars til þess að Danske Bank sé enn að fást við dómsmál sem snýr að peningapvætti í útibúi bankans í Eistlandi.

Chris Vogelzang var í hópi æðstu stjórnenda ABN AMRO á árunum 2009 til 2017.

Carsten Egeriis mun taka við stöðu forstjóra Danske Bank, að því er segir í tilkynningunni frá bankanum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,5
1
295
ICESEA
0,85
6
4.503
EIK
0,76
10
123.768
REITIR
0,72
11
125.330
REGINN
0,67
14
51.965

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,6
16
132.677
SVN
-1,27
49
235.993
FESTI
-1
8
170.842
BRIM
-0,92
3
3.708
LEQ
-0,91
1
522
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.