Handbolti

Yfir­gefa liðið eftir fall úr efstu deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elín Jóna hefur leikið 29 A-landsleiki.
Elín Jóna hefur leikið 29 A-landsleiki. Vísir/Bára

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir munu ekki leika með danska handknattleiksliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð. Liðið féll á dögunum úr efstu deild og er ljóst að margir leikmenn liðsins hugsa sér til hreyfings.

Hin 24 ára gamla Elín Jóna gekk til liðs við félagið sumarið 2018 en hún lék áður með Haukum hér á landi. Hún hefur verið hluti af íslenska landsliðinu undanfarin misseri og lék sinn 29. leik í tapinu gegn Slóveníu um helgina.

Samkvæmt Handbolti.is hefur Elín Jóna þegar fundið sér nýtt lið en það kemur í ljós á næstu dögum um hvaða lið er að ræða.

Steinunn samdi við Vendsyssel síðasta sumar en hún hefur leikið með nokkrum dönskum félögum. Ekki kemur fram í tilkynningu félagsins hvar hún mun leika á næstu leiktíð.

Opdatering omkring holdet Vendsyssel Håndbold Vi har trukket Horsens Håndbold Elite i Santander Cuppen, som skal...

Posted by Vendsyssel Håndbold on Friday, April 16, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×