Handbolti

„Flókið en tekst með góðu skipu­lagi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir og stöllur eru á leið í mikilvæga leiki.
Helena Rut Örvarsdóttir og stöllur eru á leið í mikilvæga leiki.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé að mörgu að hyggja hjá HSÍ í kringum landsleikina hjá íslenska kvennalandsliðinu varðandi kórónuveinu ferðatakmarkanir.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi í dag sextán leikmanna hóp sem fer til Slóveníu og mætir þar heimakonum í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.

Fyrri leikur þjóðanna er ytra á laugardaginn og liðin mætast svo að nýju á Ásvöllum á miðvikudagskvöldið eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst á HM sem fram fer á Spáni í desember.

„Þetta er flókið. Við förum út eftir hádegi á morgun. Við fljúgum í gegnum Frankfurt til Zagreb og þurfum að keyra þaðan til Slóveníu. Verðum þar fram á sunnudag,“

„Svo komum við heim og verðum í vinnustaðasóttkví á Grand Hótel. Við erum föst þar inni en fáum að fara á æfingar og spila leikinn sem er á miðvikudaginn.“

„Það sama á við Slóvena sem koma hingað á þriðjudag og verða fram á fimmtudag og verða líka í vinnustaðsóttkví þar. Við fáum að æfa og spila. Þetta er flókið en þetta tekst með góðu skipulagi.“

„Það er alveg hræðilegt. Höllin er okkar heimavöllur og við viljum vera þar. Okkur líður líka vel á Ásvöllum en því miður er Höllin ekki komin í stand eftir tjónið eftir áramótin. Hún verður væntanlega ekki klár fyrr en í haust en vonandi tekur við okkur ný og betri höll þegar þar að kemur,“ sagði Róbert.

Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið til Slóveníu

Tengdar fréttir

Kom ekki heim til sín í mánuð

Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×