Eins og… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:00 Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun