Handbolti

Börsungar unnu ellefu marka sigur og eru enn með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barcelona lenti ekki í neinum vandræðum á Benedorm.
Barcelona lenti ekki í neinum vandræðum á Benedorm. Christof Koepsel/Getty Images

Barcelona vann 11 marka sigur á Benedorm í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 35-46. Börsungar eru því enn með fullt hús stiga.

Líkt og nær allir leikir Barcelona heima fyrir á tímabilinu var um ójafnan leik að ræða. Aron Pálmarsson og félagar voru þegar komnir 11 mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 26-15 gestunum frá Katalóníu í vil.

Þeir slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik sem lauk með jafntefli og Barcelona vann þar með þægilegan 11 marka sigur, lokatölur 46-35. Aron spilaði ekki mikið í leiknum en tókst þó að skora eitt mark.

Barcelona er með 50 stig að loknum 25 leikjum eða fullt hús stiga. Er það 11 stigum á undan Bidasoa Irun sem er í 2. sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.