Tiger þakkaði þeim sem mættu fyrst á slysstað Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 08:00 Tiger Woods kveðst þakklátur fyrir allar þær batakveðjur sem hann hafi fengið. Getty/Brian Rothmuller Tiger Woods sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að hraðakstur væri meginorsök bílslyssins sem hann slasaðist alvarlega í, 23. febrúar síðastliðinn. Í yfirlýsingunni þakkar Tiger ýmsum þeim sem eiga sinn þátt í því að hann geti núna einbeitt sér að sinni endurhæfingu. Hann þakkar meðal annars þeim fyrstu sem komu á slysstað: „Ég er svo þakklátur báðum þeim góðu og hjálpsömu manneskjum sem komu mér til aðstoðar og hringdu í neyðarlínuna,“ segir Tiger og þakkar einnig lögreglu og sjúkraflutningamönnum sem komu honum af slysstað undir læknishendur. pic.twitter.com/uN8lsmDO1D— Tiger Woods (@TigerWoods) April 7, 2021 Tiger var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum, eða 135-140 kílómetra hraða á klukkustund. Aksturstölva bílsins sýndi að Woods snerti aldrei bremsuna áður en hann ók út af veginum. Lögreglustjórinn segir að það kunni að benda til þess að kylfingurinn hafi stigið á rangan fetil. Woods verður þó hvorki sektaður né kærður þar sem engin vitni urðu að óhappinu. Tiger var skorinn upp vegna opins beinbrots á fótlegg. Hann slasaðist einnig á fæti og ökkla. Kylfingurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrr í þessum mánuði. Óvissa ríkir um framtíð hans í golfíþróttinni en fyrir slysið höfðu þrálát bakmeiðsli gert honum erfitt fyrir. Tiger Woods var um langt skeið besti kylfingur heims. Hann hefur unnið fimmtán risamót, það síðasta árið 2019. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri risamótum í golfi en hann sigraði á átján slíkum á ferlinum. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Í yfirlýsingunni þakkar Tiger ýmsum þeim sem eiga sinn þátt í því að hann geti núna einbeitt sér að sinni endurhæfingu. Hann þakkar meðal annars þeim fyrstu sem komu á slysstað: „Ég er svo þakklátur báðum þeim góðu og hjálpsömu manneskjum sem komu mér til aðstoðar og hringdu í neyðarlínuna,“ segir Tiger og þakkar einnig lögreglu og sjúkraflutningamönnum sem komu honum af slysstað undir læknishendur. pic.twitter.com/uN8lsmDO1D— Tiger Woods (@TigerWoods) April 7, 2021 Tiger var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum, eða 135-140 kílómetra hraða á klukkustund. Aksturstölva bílsins sýndi að Woods snerti aldrei bremsuna áður en hann ók út af veginum. Lögreglustjórinn segir að það kunni að benda til þess að kylfingurinn hafi stigið á rangan fetil. Woods verður þó hvorki sektaður né kærður þar sem engin vitni urðu að óhappinu. Tiger var skorinn upp vegna opins beinbrots á fótlegg. Hann slasaðist einnig á fæti og ökkla. Kylfingurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrr í þessum mánuði. Óvissa ríkir um framtíð hans í golfíþróttinni en fyrir slysið höfðu þrálát bakmeiðsli gert honum erfitt fyrir. Tiger Woods var um langt skeið besti kylfingur heims. Hann hefur unnið fimmtán risamót, það síðasta árið 2019. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri risamótum í golfi en hann sigraði á átján slíkum á ferlinum.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira