NBA dagsins: Klúðursleg lokasókn Bucks, ryskingar í Flórída og frábær Embiid Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 14:31 Joel Embiid treður yfir Luke Kornet í sigrinum gegn Boston Celtics í nótt. AP/Charles Krupa Stephen Curry og Joel Embiid eru áberandi í NBA dagsins hér á Vísi. Við áflogum lá í Flórída þar sem tveir leikmenn voru reknir af velli í leik Toronto Raptors og LA Lakers. Svipmyndir úr þremur leikja næturinnar, ásamt tíu allra bestu tilþrifunum, má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 7. apríl Curry skoraði magnaðar körfur og alls 41 stig fyrir Golden State Warriors sem tókst að vinna upp tíu stiga forskot Milwaukee Bucks á lokamínútunum og vinna 122-121 sigur. Bucks fóru afar illa með lokasókn sín en þeir fengu tæpar átta sekúndur til að tryggja sér sigurinn. „Ég er mættur aftur,“ sagði Joel Embiid við Doc Rivers, þjálfara sinn hjá Philadelphia 76ers, eftir 106-96 sigurinn á Boston Celtics. „Ég tók eftir því,“ svaraði Rivers. Embiid skoraði 35 stig en þetta var aðeins annar leikur hans eftir að hann hafði verið frá keppni í þrjár vikur vegna meiðsla í hné. Philadelphia er nú jafnt Brooklyn Nets í efsta sæti austurdeildar, með 35 sigra og 16 töp. Það sauð upp úr í fyrsta leikhluta, í 110-101 sigri meistara LA Lakers á Toronto Raptors, eftir að Dennis Schröder braut á OG Anunoby. Montrezl Harrell mætti til að styðja Schröder, félaga sinn í Lakers, og á endanum voru þeir Harrell og Anunoby reknir af velli. Lakers, sem eru enn án LeBron James og Anthony Davis, unnu mikinn liðssigur þar sem sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða fleiri. Talen Horton-Tucker var þeirra stigahæstur með 17 stig. Pascal Siakam var stigahæstur með 27 stig hjá Toronto en kanadíska liðið leikur heimaleiki sína í Tampa í Flórída vegna ferðatakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Svipmyndir úr þremur leikja næturinnar, ásamt tíu allra bestu tilþrifunum, má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 7. apríl Curry skoraði magnaðar körfur og alls 41 stig fyrir Golden State Warriors sem tókst að vinna upp tíu stiga forskot Milwaukee Bucks á lokamínútunum og vinna 122-121 sigur. Bucks fóru afar illa með lokasókn sín en þeir fengu tæpar átta sekúndur til að tryggja sér sigurinn. „Ég er mættur aftur,“ sagði Joel Embiid við Doc Rivers, þjálfara sinn hjá Philadelphia 76ers, eftir 106-96 sigurinn á Boston Celtics. „Ég tók eftir því,“ svaraði Rivers. Embiid skoraði 35 stig en þetta var aðeins annar leikur hans eftir að hann hafði verið frá keppni í þrjár vikur vegna meiðsla í hné. Philadelphia er nú jafnt Brooklyn Nets í efsta sæti austurdeildar, með 35 sigra og 16 töp. Það sauð upp úr í fyrsta leikhluta, í 110-101 sigri meistara LA Lakers á Toronto Raptors, eftir að Dennis Schröder braut á OG Anunoby. Montrezl Harrell mætti til að styðja Schröder, félaga sinn í Lakers, og á endanum voru þeir Harrell og Anunoby reknir af velli. Lakers, sem eru enn án LeBron James og Anthony Davis, unnu mikinn liðssigur þar sem sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða fleiri. Talen Horton-Tucker var þeirra stigahæstur með 17 stig. Pascal Siakam var stigahæstur með 27 stig hjá Toronto en kanadíska liðið leikur heimaleiki sína í Tampa í Flórída vegna ferðatakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira